fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Elísabetu Ósk sagt upp störfum hjá KSÍ – „Ég ætla ekki að tjá mig um málefni einstakra starfsmanna“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 25. júní 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Elísabetu Ósk Guðmundsdóttur hefur verið sagt upp störfum hjá KSÍ en þetta herma heimildir 433.is. Elísabet hafði starfað um tveggja ára skeið á knattspyrnusviði sambandsins.

Nafn Elísabetar er ekki að finna lengur undir nafnalista starfsfólk KSÍ en þar hafði nafn hennar verið síðustu tvö árin.

„Ég ætla ekki að tjá mig um málefni einstakra starfsmanna í fjölmiðlum,“ sagði Jörundur Áki Sveinsson, starfandi framkvæmdastjóri KSÍ við 433.is í gær.

Meginverkefni Elísabetar hjá KSÍ voru tengd A-landsliði kvenna og öðrum landsliðum, og heilbrigðismálum.

Elísabet var ráðin inn til KSÍ skömmu fyrir Evrópumót kvenna árið 2022 þar sem hún var með liðinu í ferð þess til Englands. Síðasta verkefni hennar var í byrjun þessa mánaðar þar sem liðið mætti Austurríki í tveimur leikjum, í því verkefni voru gerð nokkuð stór mistök hjá starfsliði KSÍ þar sem gleymdist að skrá tvo leikmenn á skýrslu. Gátu leikmennirnir ekki tekið þátt í leiknum vegna þess en ekki liggur fyrir hvort Elísabet hafi átt þar sök að máli.

Elísabet, sem er með bachelor-gráðu í viðburða- og íþróttastjórnun, hafði verið búsett í Ástralíu í 11 ár áður en hún var ráðin til KSÍ.

Frá árinu 2018 starfaði hún á afrekssviði Sundsambands Ástralíu þar sem hún vann  meðal annars með landsliðum við skipulag og fararstjórn æfinga- og keppnisferða, auk annarra verkefna tengdum afreksíþróttafólki, og að skipulagi og stjórnun keppnismóta og annarra viðburða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári

Hafnaði enska stórliðinu í gær – Fer ódýrt til Real Madrid að ári
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“

Harðorður Mikael segir Íslendinga hafa gert sig að fíflum – „Hlýtur að vera með óbragð í munni“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika

Besta deildin: Dramatískt jöfnunarmark í Kaplakrika
433Sport
Í gær

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað

Guardiola þakklátur og viðurkennir að hann hefði verið rekinn á öðrum vinnustað
433Sport
Í gær

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“

Duttu í það stuttu fyrir leik á HM: Sjúkraþjálfarinn með áhugaverða uppástungu – ,,Hann varð veikur og gat ekki tekið þátt“