fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Fékk símtal fyrir tveimur vikum um að andlát yrði tilkynnt – Ótrúlegir hlutir hafa svo gerst

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. júní 2024 19:30

Hansen og Lineker Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Lineker sjónvarpsmaður á BBC segir að hann hafi fengið símtal fyrir tveimur vikum að það yrði tilkynnt fljótlega að Alan Hansen væri látinn.

Hansen var þá á sjúkrahúsi í Bretlandi en hann er fyrrum varnarmaður Liverpool og starfaði lengi með Lineker á BBC.

Hansen var þungt haldinn á sjúkrahúsi og var talið að hann ætti lítið eftir og færi aldrei aftur heim. Hið ótrúlega hefur hins vegar gerst, Hansen hefur á tveimur vikum náð ótrúlegum bata og er mættur heim til sín.

„Ég fékk sms skilaboð frá Janet Hansen, eiginkonu hans um að hann væri mættur heim. Þetta eru frábærar fréttir,“ sagði Lineker.

Hansen er 69 ára gamall og var mjög vinsæll sem sérfræðingut í Match of the Day þættinum sem Lineker stýrir hjá BBC.

„Ég ætla ekki að segja frá því hver hringdi í mig en fyrir tveimur vikum kom símtalið um að andlát hans yrði opinberað fljótlega.“

„Ég brotnaði niður en nokkru síðar komst ég að því að þetta væri kannski ekki svo slæmt. Hann komst í gegnum þetta sem er magnað. Ég vona að þú hlustir á okkur Hansen, þetta er svo vel gert hjá þér.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu

Þetta eru bestu menn Bestu deildarinnar hingað til ef rýnt er í gögnin – Fengið harða gagnrýni en eiga flesta á topp tíu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló

Lét ótrúleg ummæli um getnaðarlim sinn falla eftir að hafa misst yfir 60 kíló
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Diego Simeone vill fá Antony í sumar

Diego Simeone vill fá Antony í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn

Breyting sem gefur Íslandi von um að komast á HM í fyrsta sinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn

Ekki neinn fögnuður en leikmenn United fá grillveislu ef þeir vinna úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza

Sjáðu myndbandið – Arne Slot mættur í alvöru party á Ibiza