fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Ummæli Ratcliffe um kvennalið United vekja furðu og reiði

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. júní 2024 20:00

Sir Jim Ratcliffe

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sir Jim Ratcliffe sem nú stýrir öllu hjá Manchester United segir að ekkert hafi gefist tími til þess að fara yfir það sem má bæta hjá kvennaliði félagsins.

Þetta hefur vakið reiði þeirra sem fylgjast náið með kvennaliði félagsins sem varð enskur bikarmeistari á síðustu leiktíð.

„Við vorum að vinna bikarinn þar,“ sagði Ratcliffe en ummæli hans í kjölfarið um að einbeiting þeirra væri nú á að laga aðallið félagsins.

„Við höfum ekki farið djúpt í málin í kvennaboltanum, við höfum einbeitt okkur að aðalliðinu. Það hefur tekið allan okkar tíma síðustu sex mánuði.“

Netverjar velta ummælum Ratcliffe fyrir sér og segja. „Ef þetta er aðalliðið, er þá kvennaliðið bara varalið,“ segir einn og fleiri taka í sama streng.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum