fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Jack Grealish birtir myndir af sér í fríinu sem vekja athygli

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 24. júní 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það vakti nokkra furðu þegar Jack Grealish var hent út úr enska landsliðshópnum fyrir Evrópumótið, ekki var pláss fyrir hann í 26 manna hópi.

Grealish er kantmaður Manchester City en átti erfitt tímabil og Gareth Southgate ákvað að velja hann ekki.

Eftir að hafa tekið vonbrigðin inn er Grealish byrjaður að æfa á fullum krafti og birta myndir af því.

Grealish virðist vera staddur á Ítalíu en á litlu æfingasvæði sem hann var á var allt merkt Juventus.

Grealish kostaði City 100 milljónir punda en hann var að klára sitt þriðja tímabil hjá félaginu þar sem hann hefur í þrígang orðið enskur meistari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum