Spænski framherjinn Joselu er á leið til katarska félagsins Al-Gharafa.
Hinn 34 ára gamli Joselu var á láni hjá Real Madrid frá Espanyol á síðustu leiktíð, en síðarnefnda hafði fallið í B-deildina tímabilið áður.
Joselu reyndist óvænt hetja Real Madrid þegar hann skoraði tvö mörk í undanúrslitum Meistaradeildarinnar gegn Bayern Munchen. Liðið fór svo alla leið og vann keppnina.
Samkvæmt fréttum stóð Joselu til boða að vera áfram hjá Real Madrid og vildi Carlo Ancelotti halda honum. Kappinn ákveður hins vegar að fara til Katar.
Aðeins á eftir að ganga frá smáatriðum áður en Joselu verður leikmaður Al-Gharafa.
🚨⚪️ Joselu leaves Real Madrid and he’s set to join Qatari side Al Gharafa, decision made!
Deal at final stages with Al Gharafa as details will be clarified soon with the striker.
👋🏻 Ancelotti wanted to keep Joselu but he’s set for new chapter in Qatar.
Here we go, soon 🇶🇦 pic.twitter.com/RBmNo0JwVF
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 24, 2024