fbpx
Miðvikudagur 14.maí 2025
433Sport

Ræddi gagnrýni fyrrum landsliðsmanna – „Þeir hafa verið í okkar sporum og ekki staðið sig“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 24. júní 2024 11:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Declan Rice, landsliðsmaður Englands og leikmaður Arsenal, væri til í að sjá meiri jákvæðni frá ensku pressunni í garð landsliðsins á EM, sérstaklega frá fyrrum leikmönnum.

England er með 4 stig í riðli sínum eftir sigur á Serbum og jafntefli gegn Dönum. Frammistaðan hefur þó ekki verið sannfærandi, sérstaklega ekki í leiknum gegn Dönum.

Rice var spurður að því í viðtali við ITV hvort hann væri vonsvikinn með það hversu hörð gagnrýni hefur komið frá fyrrum leikmönnum enska landsliðsins, mönnum sem hafa verið í sömu sporum. Menn eins og Gary Lineker hafa verið harðorðir í garð liðsins undanfarið.

„Ég er ekki vonsvikinn því ég hef spilað fótbolta nógu lengi til að vita hvernig þeir starfa. Þeir hafa rétt á sinni skoðun. Þeir sitja í sjónvarpinu og mega segja það sem þeir vilja. Ég þekki suma þarna persónulega og þetta eru frábærir menn,“ sagði Rice.

„Þeir hafa samt verið í okkar sporum og ekki staðið sig á stórmótum. Ég skil ekki af hverju umræðan er eins og við séum að detta úr leik, við erum efstir í riðlinum. Við þurfum jákvæðni, gefið leikmönnum mesta sjálfstraust í heimi frekar. Segið leikmönnum eins og Phil Foden, Bukayo Saka og Jude Bellingham að þeir séu bestir í heimi. Þeir lesa það og gefa allt sem þeir eiga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær

Útsendarar United og Tottenham tóku út Cristiano Jr í gær
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola

Wirtz og foreldrar hans flugu til Manchester í gær og funduðu með Guardiola
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin

Frábært framtak Amorim – Borgar úr eigin vasa svo starfsfólkið sjái úrslitin
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn

Gætu keypt leikmann andstæðingsins beint eftir úrslitaleikinn
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík

Sunderland á Wembley eftir ótrúlega dramatík
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?

Gera stólpagrín að leikmanni Manchester United – Var hann í alvöru að þessu?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd

Manchester City opinberar nýjar treyjur – Mynd
433Sport
Í gær

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur

Íslendingar á ferð og flugi – Sævar til Noregs og Logi líklega til Tyrklands á 130 kúlur
433Sport
Í gær

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar

Forráðamenn Arsenal óvissir í hvaða átt þeir eiga að fara í sumar