Ungverska knattspyrnusambandið hefur staðfest það að framherjinn Barnabas Varga sé með meðvitund.
Óhugnanlegt atvik átti sér stað í kvöld á EM í Þýskalandi en Varga missti meðvitund í leik gegn Skotum.
Ungverjaland vann þennan leik 1-0 en sigurmarkið var skorað er 100 mínútur voru komnar á klukkuna.
Varga var fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fengið einhvers konar högg en hann lá meðvitundarlaus í vítateig Skota.
Sem betur fer er í lagi með sóknarmanninn og er hann á fínum batavegi að sögn ungverska sambandsins.
Marco Rossi, þjálfari Ungverja, hefur tjáð sig um atvikið og staðfestir að Varga sé ekki í lífshættu.
,,Líf Barnabas Varga er ekki í hættu. Hann mun fara í aðgerð eftir að hafa brákað bein í andlitinu en spilar ekki meira á EM.“
🚨🇭🇺 Hungarian FA confirm to BBC that Barnabás Varga is conscious.
He’s been taken to the hospital but now under control and in stable condition. pic.twitter.com/LSZribCJfs
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 23, 2024