Breiðablik missteig sig í Bestu deild karla í kvöld er liðið fékk heimaleik gegn ÍA í Kópavogi.
ÍA náði í gott stig á erfiðum útivelli en vítaspyrnumark tryggði heimaliðinu sigur undir lok leiksins.
Höskuldur Gunnlaugsson skoraði það mark en Marko Vardic hafði komið ÍA yfir á 58. mínútu.
FH vann flottan sigur á Fylki á sama tíma þar sem Arnór Borg Guðjohnsen var á meðal markaskorara Hafnfirðinga.
Breiðablik 1 – 1 ÍA
0-1 Marko Vardic(’58)
1-1 Höskuldur Gunnlaugsson(’82, víti)
FH 3 – 1 Fylkir
1-0 Sigurður Bjartur Hallsson(’11)
1-1 Arnór Breki Ásþórsson(’73)
2-1 Arnór Borg Guðjohnsen(’76)
3-1 Kjartan Kári Halldórsson(’85)