Varnarmaðurinn Ronald Araujo vildi ekki svara því hvort hann myndi spila með Barcelona næsta vetur.
Araujo fékk spurningu frá blaðamanni í nótt um hvort hann myndi leika á Nou Camp eftir sumarfríið.
Um er að ræða 25 ára gamlan varnarmann sem hefur leikið með Barcelona undanfarin fimm ár.
Araujo er staddur með úrúgvæska landsliðinu á Copa America þessa stundina og hafði lítinn áhuga á að svara spurningu um sína framtíð.
,,Það sem ég einbeiti mér að er Copa America í dag,“ sagði Araujo og gæti það gefið eitthvað í skyn.
Araujo hefur verið orðaður við þónokkur lið en hann lék 25 deildarleiki fyrir liðið á síðasta tímabili.