Manchester United gefst ekki upp í baráttunni um varnarmanninn Jarrad Branthwaite sem spilar með Everton.
Daily Mail greinir frá en United hefur nú þegar lagt fram tilboð sem var hafnað af þeim bláklæddu.
Everton vill fá 70 milljónir punda fyrir Englendinginn en United bauð fyrst aðeins 43 milljónir í hafsentinn.
United ætlar að hækka það boð en hversu hátt það verður er ekki gefið upp – Everton er opið fyrir því að selja ef rétt tilboð kemur á borðið.
Einnig hefur verið talað um að Harry Maguire fari í hina áttina en það er þó ansi ólíklegt miðað við síðustu fréttir.
Everton er ekki að flýta sér að selja Branthwaite og er opið fyrir því að halda honum næsta vetur þrátt fyrir áhuga frá öðrum liðum.