Lionel Scaloni, landsliðsþjálfari Argentínu, var alls ekki ánægður er hann ræddi við blaðamenn í gær.
Scaloni ræddi landsleik Argentínu og Kanada á Copa America en leikið var á Mercedes Benz vellinum í Atlanta.
Argentína vann leikinn 2-0 en Scaloli vill meina að grasið á vellinum hafi verið fyrir neðan allar hellur sem og væntingar.
,,Með fullri virðingu, ég þakka Guði fyrir það að við höfum unnið þennan leik því annars væri þetta ódýr afsökun,“ sagði Scaloni.
,,Við vissum það í sjö mánuði að við þyrftum að spila hérna en þeir breyttu um gras fyrir tveimur dögum. Fyrir áhorfendur þá var það ekki sniðugt, afsakið.“
,,Leikvangurinn er stórkostlegur og grasið ætti að vera það sama en það var ekki ásættanlegt fyrir svona leikmenn.“