Fjölskylda framherjans Michy Batshuayi hefur fengið morðhótanir eftir fréttir vikunnar í Tyrklandi.
Allar líkur eru á að Batshuayi sé á leið til Galatasaray og kemur þangað frá grönnunum í Fenerbahce.
Það er ekki vinsælt skref á meðal stuðningsmanna Fenerbahce þar sem Belginn hefur spilað undanfarin tvö ár.
Samningur Batshuayi rennur út um mánaðamótin en hann mun fá hærri laun en hjá sínu núverandi félagi.
Eiginkona Batshuayi hefur tjáð sig um málið og segir að fjölskyldan hafi fengið mörg óþægileg skilaboð fyrir helgi.
,,Skammist ykkar,“ skrifar Amely Maria sem er eiginkona Batshuayi og bætir hún við: ,,Þið hótið minni fjölskyldu og syni mínum lífláti og þið talið við mig um fjölskyldu? Þvílík skömm.“
,,Rasismi og morðhótanir? Guð fylgist með ykkur.“