fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Adam um vafaatriði í stórleiknum: „Ég ætla ekki að fara að stuða menn hérna“

433
Laugardaginn 22. júní 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Það var að sjálfsögðu rætt um stórleik Vals og Víkings í Bestu deild karla á dögunum, en honum lauk 2-2 eftir hádramatík í lokin.

„Stundum snýst þetta um að sætta sig við gott jafntefli á móti góðu liði. Við vorum búnir að tapa síðustu tveimur leikjum á móti þeim svo það var fínt að breyta aðeins,“ sagði Adam og bætti við að Valsarar hafi ekki verið of uppteknir af þeirri staðreynd að þeir máttu ekki við tapi, vildu þeir ekki missa Víking of langt frá sér í deildinni.

video
play-sharp-fill

„Hugsunin var ekkert þannig í leiknum. Undirbúningurinn var góður og það var góður andi í hópnum. Þetta var ekkert stress. Mér leið alltaf eins og markið væri að koma.

Ég held að menn séu líka bara spenntir að spila svona leiki. Eins og Hólmar sagði við mig í gær, að hann væri til í að spila við Víking aftur á morgun. Margir á vellinum, góð umgjörð og góðir leikmenn á móti hvorum öðrum.“

Það voru vafaatriði í leiknum og sérstaklega þegar Valur fékk dæmda seinni vítaspyrnu sína. Þá braut Ingvar Jónsson markvörður á Guðmundi Andra Tryggvasyni. Gylfi Þór Sigurðsson fór á punktinn og skoraði sitt annað mark í leiknum.

„Ég er ekki hlutlaus og ætla ekki að fara stuða menn hérna. En já, mér fannst það. En ef Víkingur hefði fengið þetta víti hefði ég sennilega farið að væla,“ sagði Adam um þetta vafaatriði.

„Mér fannst við eiga þetta skilið. Við höfum fengið nokkur vafaatriði á móti okkur í sumar og þeir nokkur með sér. Stundum er þetta svona, þetta jafnast allt út.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik

Fyrrum leikmaður Arsenal gagnrýnir þá sem dæmdu Gyokores eftir fyrsta leik
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest

Gummi Ben kom Hjörvari verulega á óvart í beinni útsendingu – Fékk gjöf frá manninum sem hann hefur gagnrýnt mest
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar

Útskýrir af hverju hann kvaddi Liverpool og tók óvænt skref í sumar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal

Sjáðu fyrsta mark Gyokores fyrir Arsenal
433Sport
Í gær

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp

Sá yngsti í sögu félagsins til að leggja upp
433Sport
Í gær

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026

Gæti óvænt tekið hanskana af hillunni og spilað á HM 2026
433Sport
Í gær

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“

Engin rúta á Emirates í dag: ,,Viljum hræða andstæðinginn“
433Sport
Í gær

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester

Gætu fengið tvær stjörnur frá Manchester
Hide picture