fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Leikmaður Vals nefnir það mikilvægasta sem hann hefur lært af Gylfa – „Þetta er engin tilviljun“

433
Mánudaginn 24. júní 2024 07:00

Gylfi Þór. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Adam Ægir Pálsson, leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

video
play-sharp-fill

Það var rætt um komu Gylfa Þórs Sigurðssonar til Vals í þættinum. Adam var spurður að því hvað hefði aðallega breyst með komu hans.

„Þetta hefur alveg breytt miklu en það var náttúrulega alveg standard fyrir í Val. En það sem gerir mikið fyrir mig er hvað hann er frábær í stóru leikjunum. Þegar mómentið kemur þá stígur hann upp.

Þetta er engin tilviljun, þetta er hugarfar. Hann er auðvitað geðveikur á æfingum. Alltaf þegar ég mæti seint í gymmið eða er í símanum þá spyr hann mig bara hvað ég sé að gera. Hann er alltaf að láta mann heyra það,“ sagði Adam léttur.

„Það sem maður lærir af þessu er að þegar stóra mómentið kemur, eins og víti eða eitthvað, öll pressan, þá er hann rólegasti maðurinn á vellinum.“

Gylfi hefur verið frábær fyrir Val og farið hundrað prósent í verkefnið á Hlíðarenda.

„Það kemur ekki á óvart. Hann er bara þannig persóna, með þannig metnað og þannig haus. Þú breytir ekkert hausnum þínum sama hver þú ert. Ef þú ferð í bumbubolta viltu vinna, þetta er bara það sama.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið

Palmer stjarnan í stórfurðulegri auglýsingu – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“

Margir hneykslaðir á Ronaldo að mæta ekki í jarðaför Jota – „Hann er fyrirliðinn“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Kyle Walker í Burnley

Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný

Arsenal í viðræðum við Chelsea á ný
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu

Nístandi sorg í útför Diogo Jota – Liðsfélagar úr Liverpool og landsliðinu fjölmenntu
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir

Líklegt byrjunarlið Íslands gegn Sviss þar sem allt er undir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir

Ætlar að halda ‘leynipartí’ þar sem engir símar verða leyfðir
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag

Myndband: Núverandi og fyrrverandi leikmenn Liverpool mættir til Portúgal – Jarðarförin er í dag
Hide picture