Jamie Carragher myndi henda bæði Phil Foden og Trent Alexander-Arnold á bekkinn fyrir síðasta leik enska landsliðsins í riðlakeppninni.
Enska liðið hefur ekki verið að spila vel í upphafi móts en Gareth Southgate ákvað að prufa Trent á miðjunni sem hefur ekki gengið vel.
Carragher myndi setja Conor Gallagher inn á miðsvæðið og gefa Anthony Gordon tækifæri á kantinum.
Ljóst er að Southgate mun gera einhverjar breytingar fyrir leik gegn Slóveníu.
England (4-3-3): Pickford; Walker, Stones, Guehi, Trippier; Gallagher, Rice, Bellingham; Saka, Kane, Gordon