fbpx
Laugardagur 05.júlí 2025
433Sport

Tókust á um hvort Páll væri vandamál í Vesturbænum – „Reykjavíkurborg er búin að taka KR í rassgatið í mörg ár“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 21. júní 2024 11:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

KR rak í gær Gregg Ryder úr starfi þjálfara eftir slakan árangur undanfarnar vikur en ákvörðunin hafði legið í loftinu í einhvern tíma.

Ryder var á sínu fyrsta tímabili með KR en ráðning hans síðasta haust vakti furðu margra enda höfðu margir afþakkað starfið hjá KR áður en kom að Ryder.

Rætt var um málið í hlaðvarpsþættinum Þungavigtin í gær. „Hann var sá útvaldi eftir margar vangaveltur, þá var þetta niðurstaðan að Ryder væri rétti maðurinn í starfi. Hann var það ekki frá fyrsta degi eða fyrsta bjór. Spilaði fótbolta sem hentaði ekki liðinu, sótti leikmenn sem hentaði ekki þessum leikstíl,“ segir Kristján Óli Sigurðsson fyrrum leikmaður Breiðabliks í þættinum.

„Það eru margar ákvarðanir sem eru furðulegar.“

Kristján velti því fyrir sér hvort slæmur árangur KR síðustu árin væri eitthvað sem Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar þyrfti að axla ábyrgð á.

„Kvennaliðið er í C-deild í kvennaboltanum, þegar Páll tók við árið 2020 sem formaður talaði hann mikið um að KR væri að fara aftur í hæstu hæðir. 2021 er besta tímabil liðsins eftir að Páll kom inn og það er þriðja sætið. 41 stig og sjö stigum á eftir Víkingum sem unnu.“

„Svo kemur 2022, 4 sæti með 38 stig og 25 stigum á eftir Blikum sem vinna mótið. Svo í fyrra tók steininn úr, sjötta sæti og 29 stigum á eftir Íslandsmeisturum Víkings. KR eru í öðrum flokki en Valur, Víkingur og Breiðablik.“

Hann spyr sig að því hvort Páll þurfi að axla ábyrgð. „Það er spurning hvort Páll þurfi ekki að fara að axla ábyrgð? Hann er æðsti maður knattspyrnudeildar, eftir að þeir byrjuðu að tapa leikjum þá er mikið talað um KR. Hann talaði um traust eftir að þeir byrjuðu að tapa leikjum, traustið fór út á haf. Ég hef ekki trú á því að Páll verði formaður KR mikið lengur.“

Mikael Nikulásson tók þá til máls og vildi að leikmenn myndu taka ábyrgð. „Það er auðvelt að skella skuldin á þjálfaranna, þetta eru margir sömu leikmennirnir þarna síðustu ár. Finnur Tómas, Theodór Elmar, Kristján Flóki, Atli Sigurjóns, Ægir Jarl. Þeir fá alltaf nýjan þjálfara en spilamennskan alltaf hálf ömurleg. Ryder átti að gera betur, mér finnst búin að vera þvílík pressa á honum. Íslendingar elska þegar einhverjum gengur illa, það má sannarlega segja það í þessu tilfelli,“ sagði KR-ingurinn geðþekki.

Mikael segir að Páll spili ekki leikina, slái ekki völlinn eða setji gervigras á hann. Hann segir svikin loforð Reykjavíkurborgar um uppbyggingu á svæðinu hafa reynst félaginu erfið.

„Árangurinn er ekki góður með Pál sem formann en hann er ekki að spila leikinn. Palli slær ekki völlinn eða leggur nýtt gervigras, hann er enginn Abramovich. Það þarf að sækja fjármagnið og einhver að koma með það. Það er alltaf verið að bíða eftir svaka aðstöðu, Reykjavíkurborg er búin að taka KR í rassgatið í mörg ár. KR er búið að vera með flotta leikmenn í mörg ár, Ryder er rekinn og kannski verður þetta æðislegt núna.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi

Einn af fáum sem hafnar peningunum í Sádi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga

Þekktur umboðsmaður kærður fyrir að eiga kynlífsþræl og að hafa nauðgað henni 39 sinnum – Sá um mál fyrir Íslendinga
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“

19 ára gömul fékk Katla óvænt tíðindi – „Ég er ótrúlega þakklát“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til

Fór frá Arsenal í fyrradag og var í dag ákærður fyrir fimm nauðganir og fleira til
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift

Óvænt tíðindi frá Arsenal – Samningi Tomiyasu rift
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig

Eiginkona Jota heimsótti kapelluna í gær þar sem kistan með Jota er – Umboðsmaðurinn og forsætisráðherra mættu einnig