Spánverjar eru komnir áfram í 16 liða úrslit Evrópumótsins eftir góðan og sanngjarnan sigur Spánar á Ítalíu.
Spánn vann aðeins 1-0 sigur en sigurinn hefði getað orðið miklu stærri en raun bar vitni.
Eina markið kom á 55 mínútu þegar Riccardo Calafiori varnarmaður Bologna varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.
Nico Williams æddi þá upp vinstri kantinn og kom boltanum fyrir þar sem Riccardo Calafiori smellti boltanum í eigið net.
Spánverjar hefðu getað bætt við fleiri mörkum en létu 1-0 sigur duga og þar með farmiða í 16 liða úrslit.
Ítalía er með þrjú stig í riðlinum, Króatar eitt og Albanía eitt stig en Ítalía og Króatía mætast í síðustu umferðinni.