Dwaine Maynard bróðir og umboðsmaður Marcus Rashford hefur lagt orð í belg eftir mjög lélega frammistöðu enska landsliðsins.
Rashford var eitt af stóru nöfnunum sem Gareth Southgate ákvað að skilja eftir þegar hann valdi 26 manna hóp sinn fyrir Evrópumótið.
Rashford, Jack Grealish og James Maddison voru allt leikmenn sem margir sáu fyrir sér í hæópnum.
„Það er erfitt að sitja og horfa á þegar þú trúir því svo innilega að þinn maður gæti gert gæfumuninn,“ segir Maynard í færslu á Instagram.
Rashford átti lélegt tímabil með Manchester United en hafði oft gert vel fyrir Southgate og enska landsliðið.