Sky Sports á Englandi fullyrðir að Fenerbache sé byrjað að hefja það ferli að kaupa Victor Lindelöf varnarmann Manchester United.
Lindelöf er varaskeifa hjá United í dag en Jose Mourinho þjálfari Fenerbache keypti hann til Manchester United.
Lindelöf er fyrirliði Svíþjóðar en hann er einn þeim leikmönnum sem United er tilbúið að selja í sumar.
Lindelöf kom til United frá Benfica fyrir sjö árum síðan en hann er 29 ára gamall.
Mourinho tók við Fenerbache í sumar og er að skoða markaðinn og hvað sé hægt að gera á honum til að styrkja liðið.