Stuðningsmenn Arsenal óttast það versta en Gabriel Martinelli kantmaður liðsins var straujaður á æfingu með landsliði Brasilíu í dag.
Brasilía er að undirbúa sig undir Suður Ameríkubikarinn.
Martinelli var straujaður af Eder Militao og þurfti að hætta á æfingu vegna meiðsla sem hann varð fyrir.
Martinelli var augljóslega sárþjáður en margir stuðningsmenn Arsenal eru reiðir á samfélagsmiðlum vegna málsins.
Þetta má sjá hér að neðan.
🚨 Gabriel Martinelli is FORCED OFF the pitch in Brazil training after a collision with Eder Militao. 🤕
Militao then walks away unconcerned and shows no remorse. 😡pic.twitter.com/bDv4sy21pq
— DailyAFC (@DailyAFC) June 20, 2024