Sir Jim Ratcliffe einn eiganda Manchester United segir að reglur UEFA séu ósanngjarnar en félagið má ekki kaupa Jean-Clair Todibo frá Nice.
Ástæðan er sú að Ratcliffe á Nice og félögin eru að spila í sömu Evrópukeppni á næstu leiktíð.
„Þeir segja að við getum selt öðrum liðum í ensku úrvalsdeildinni en bara ekki Manchester United,“ segir Ratcliffe.
Þessar reglur voru settar á síðasta ári til að reyna að koma í veg fyrir óeðlilegar sölur.
„Þetta er ekki rétt gagnvart leikmanninum og ég sé í raun ekki hvaða tilgangi þessi regla þjónar.“
Todibo er franskur miðvörður sem hefur lengi verið orðaður við United og löngu áður en Ratcliffe eignaðist félagið.