West Ham er að krækja í markvörðinn Wes Foderingham frá Sheffield United.
Samningur hins 33 ára gamla Foderingham við Sheffield United er að renna út og hann kemur því frítt til West Ham.
Það er búist við því að hann verði þriðji markvörður í London, en hann gerir tveggja ára samning.
Foderingham átti vægast sagt erfitt síðasta tímabil með nýliðum Sheffield United sem féllu úr ensku úrvalsdeildinni. Hann spilaði 30 leiki og fékk á sig 79 mörk.
West Ham hafnaði í níunda sæti deildarinnar og er á leið inn í næsta tímabil með nýjan stjóra í brúnni, Julen Lopetegui.
🚨⚒️ West Ham have signed Wes Foderingham as new third goalkeeper, joining on a free transfer. Documents are completed.
Two-year contract, as @ExWHUEmployee called. pic.twitter.com/VeUPtDGpun
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 20, 2024