fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Franska stórstjarnan fór eftir sömu uppskrift og Aron Einar – „Hann þurfti á því að halda“

433
Fimmtudaginn 20. júní 2024 07:30

Aron Einar Gunnarsson / GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

N’Golo Kante átti heldur betur góðan leik fyrir franska landsliðið sem vann 2-1 sigur á Austurríki í fyrsta leik liðanna í riðlakeppni EM. Kappinn lítur vel út eftir ársdvöl í Sádi-Arabíu.

Hinn 33 ára gamli Kante gekk í raðir Al-Ittihad í fyrra frá Chelsea eftir meiðslahrjáð tímabil þar. Hann virðist ansi ferskur ef marka má fyrsta leik Frakka á mótinu.

„Ef einhver virðist hafa haft gott af því að fara í aðeins rólegri deild, þetta virðist hafa farið vel í hann því hann var frábær,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í hlaðvarpi 433.is um EM í Þýskalandi.

„Er þetta ekki eins og þegar Aron Einar fór til Katar? Hann þurfti á því að halda. Hann er 33 ára og þurfti ekki á því að halda að spila meira. Hann spilar þarna hægari bolta og nýtur sín vel. Svo kemur hann gjörsamlega endurnærður og mjög gíraður í þetta mót með landsliðinu sínu,“ sagði Helgi Fannar Sigurðsson þá, en Aron Einar fór til Al-Arabi árið 2019 eftir fjölda ára í hörkunni í enska boltanum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann

Segir frá fjandsamlegum móttökum þegar hann ætlaði að ræða við Ten Hag – Skellti hurðinni á hann
433Sport
Í gær

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Í gær

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“