fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Chelsea og Villa ná saman um kaupverð

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 19. júní 2024 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aston Villa og Chelsea hafa náð saman um kaupverð á Ian Maatsen, leikmanni síðarnefnda liðsins. The Athletic segir frá.

Þessi 22 ára gamli hollenski landsliðsmaður var á láni hjá Dortmund seinni hluta síðustu leiktíðar en leiktíðna þar áður var hann á láni hjá Burnley í B-deildinni.

Maatsen er nú endanlega á förum frá Chelsea til Villa, en kaupverðið er rúmlega 35 milljónir punda. Það er upphæðin sem Dortmund hefði getað keypt hann á vegna klásúlu.

Bakvörðurinn mun skrifa undir sex ára samning við Villa, sem er á leið í Meistaradeild Evrópu í haust eftir frábært tímabil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum