Spænski miðillinn Sport heldur því fram að Manchester United hafi boðið í Fermin Lopez, miðjumann Barcelona, í upphafi vikunnar.
Börsungar eiga að hafa hafnað tilboðinu, sem hljóðaði upp á 25 milljónir punda. Vilja þeir mun hærri upphæð fyrir Lopez.
Lopez er 21 árs gamall og kom inn í lið Barcelona á síðustu leiktíð. Hann skoraði ellefu mörk í öllum keppnum.
Spánverjinn er sem fyrr segir miðjumaður að upplagi en hann getur einnig spilað úti á kanti. Hann er staddur með spænska landsliðinu á EM í Þýskalandi sem stendur.