Fyrrum leikmaður Everton segir fyrsta tilboð Manchester United í miðvörðinn Jarrad Branthwaite hafa verið fáránlegt.
United bauð Everton um 35 milljónir punda í leikmanninn en því var hafnað. Það er talið að Bláliðar vilja um helmingi hærri upphæð fyrir þennan 21 árs gamla leikmann.
„35 milljónir punda er fáránlegt tilboð. Þeir eru að undirbjóða svakalega. Everton vill mikinn pening fyrir hann,“ segir Don Hutchinson, fyrrum varnarmaður Everton.
Hann bendir þó á að United gæti reynt að senda Harry Maguire í hina áttina sem hluta af kaupunum á Branthwaite.
„Ég held þeir selji Maguire. Hann er háum launum og þeir gætu meira að segja notað hann til að fá Branthwaite.“