fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Máluðu allir á sig svart andlit og hafa fengið mikla gagnrýni – Maðurinn sem þeir voru að leika er stoltur

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. júní 2024 09:23

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruud Gullit segist hafa verið stoltur af því að sjá þrjá stuðningsmenn Hollands mæta á leik á EM klædda upp sem hann.

Mennirnir höfðu allir litað andlitið á sér svart og sett upp hárkollu til að líkjast Gullit.

Mennirnir þrír mættu svona á leik Hollands og Póllands og hafa fengið mikla gagnrýni fyrir.

Getty Images

Í mörg ár hefur það verið túlkaður sem rasismi þegar hvítt fólk málar á sig „blackface“ eins og það er kallað.

„Ég er stoltur af því að þeir vilji minna á mig,“ segir Gullit við hollenska fjölmiðla.

Einn af þeim aðilum sem mætti klæddur sem Gullit segist sjá eftir hegðun sinni og ætlar aldrei að gera þetta aftur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum

Fær vægan dóm þrátt fyrir 354 brot á veðmálareglum