fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Er búið að reka Ryder? – Páll og Bjarni láta ekki ná í sig

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 19. júní 2024 11:44

Gregg Ryder. Mynd - RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Hjörvari Hafliðasyni eru allar líkur á því að KR sé að reka Gregg Ryder úr starfi. Hann segist hafa heimildir en ekki fengið það staðfest.

„Þeir hafa ekki verið að svara mér í morgun, maður ber virðingu fyrir starfi annars fólk. Umræðan er þannig að leikurinn í gær hafi verið sá síðasti,“ sagði Hjörvar.

Hvorki Páll Kristjánsson formaður né Bjarni Guðjónsson framkvæmdarstjóri svöruðu símtölum 433.is í dag.

Ryder er fyrsti þjálfarinn í Bestu deild karla sem missir starf sitt á þessu tímabili ef þetta reynist rétt hjá Hjörvari.

Ryder er á sínu fyrsta tímabili með KR. Óskar Hrafn Þorvaldsson var ráðinn ráðgjafi KR á dögunum en nú er talið líklegt að hann taki við þjálfun liðsins.

Ryder hafði stýrt Þrótti og Þór hér á landi áður en hann fór til Danmerkur. Leit KR að þjálfar síðasta haust var mikið í fréttum en fjöldi þjálfara hafnaði starfinu áður en kom að Ryder.

KR vann fyrstu tvo leiki sumarsins á útivelli en liðið hefur ekki enn unnið leik á heimavelli og er með ellefu stig í Bestu deildinni, aðeins fjórum frá fallsæti.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn

Carragher heldur áfram að skjóta fast á Salah – Segir hann ekki hafa lesið salinn
433Sport
Í gær

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“

Stefán grínaðist með slaginn við Heimi Má – „Vona að ég þurfi nú ekki að fara að snupra þig og verða að einhverju meme-i“
433Sport
Í gær

Benzema boðar óvænta endurkomu

Benzema boðar óvænta endurkomu
433Sport
Í gær

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“

Stefán skefur ekki af því – „Held að það sé ekki hægt að finna mikið auðvirðilegri persónu“