„Mér fannst þetta geta verið rautt spjald,“ segir Jónatan Ingi Jónsson kantmaður Vals um hálstak sem að Nikolaj Hansen tók hann í gær.
Fyrirliði Víkings fékk gult spjald fyrir í 2-2 jafnteflinu en vítaspyrna hafði þá verið dæmd á Hansen fyrir brot á Jónatani.
View this post on Instagram
Það var dramatík í gær þegar Valur og Víkingur gerðu 2-2 jafntefli á Hlíðarenda í Bestu deild karla.
Leikurinn var frábær skemmtun allan leikinn en Valdimar Þór Ingimundarson skoraði eina mark fyrri hálfleiksins.
Í þeim síðari jafnaði Gylfi Þór Sigurðsson fyrir Val úr vítaspyrnu áður en Valdimar skoraði aftur.
Það var svo í uppbótartíma sem Valur fékk vítaspyrnu aftur og Gylfi Þór gerði engnin mistök, tvö frábær víti.
2-2 jafntefli staðreynd en Víkingur situr áfram á toppnum en Valur er fjórum stigum á eftir í þriðja sætinu.