Karlmaður í Bretlandi hefur verið dæmdur í tæplega fimm ára fangelsi fyrir að selja fólki aðgang að sjónvarpsstöðvum. Hefur hann verið á flótta í tvö ár.
Michael Hornung er fertugur en hann hafði selt IPTV þjónustu sem er ólögleg en virðist njóta vinsælda.
Hann á að hafa greyt um 50 milljónir á því að selja fólki aðgang að þessu og var með um 2700 viðskiptavini.
Rétthafar töpuðu um 300 milljónum á þessu samkvæmt dómi en í IPTV boxinu var aðgangur að öllum sjónvarpsstöðvum í heimi.
Málið hefur komið til umræðu hér á landi en yfirvöld í Bretlandi eru að taka mjög hart á svona málum núna.