fbpx
Þriðjudagur 16.desember 2025
433Sport

Sagðir ætla að hætta við Greenwood en reyna að fá annan leikmann United í staðinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 18. júní 2024 17:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Juventus gæti hætt við að fá Mason Greenwood í sumar og reynt við annan leikmann Manchester United, Jadon Sancho, í staðinn. The Sun segir frá.

Greenwood var á láni hjá Getafe á síðustu leiktíð og stóð sig vel. United ætlar hins vegar að selja hann í sumar.

Juventus virtist vera í bílstjórasætinu um leikmanninn en nú er talað um að áhuginn hafi minnkað eftir mótmæli frá stuðningsmönnum, en Greenwood var áður sakaður um gróft ofbeldi gegn kærustu sinni og nú barnsmóður.

Juventus er því sagt hafa snúið sér að Sancho, sem var á láni hjá Dortmund seinni hluta leiktíðar. Þýska félagið hefur áhuga á að fá hann endanlega en líkurnar minnkuðu þegar Edin Terzic hætti sem stjóri liðsins á dögunum.

United vill 40 milljónir punda fyrir Sancho sem er sennilega of hár verðmiði fyrir Juventus. Félagið gæti þó farið þá leið að fá hann lánaðan með kaupmöguleika.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram

Átta marka skemmtun á Old Trafford – Vandræði United á heimavelli halda áfram
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar

Tvö stórlið vilja sækja leikmann Bayern frítt næsta sumar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann

Sendir einhverfum syni sínum fallega afmæliskveðju – Myndi óska þess að hann vissi hversu mikið þau elska hann
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur

Vakti mikla athygli á Times Square um helgina – Úlpan kostar meira en 700 þúsund krónur
433Sport
Í gær

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“

Var talinn fyrirmyndar eiginmaður áður en önnur kona kom upp um allt – „Sendu bara nektarmyndir, þetta er löng og leiðinleg ferð“
433Sport
Í gær

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs

Frændi Alberts segir hann styðja við bakið á manninum sem er sagður á barmi brottreksturs