Ian Maatsen upplifir drauminn í sumar er hann fær að taka þátt í verkefni Hollands á EM í Þýskalandi.
Maatsen hefur aldrei spilað landsleik fyrir A landslið Hollands en lék þó fyrir yngri landslið. Hann er 22 ára gamall.
Ronald Koeman ákvað að taka Maatsen ekki með á lokamótið í Þýskalandi áður en Teun Koopmeiners varð fyrir meiðslum og er ekki leikfær.
Maatsen fékk fréttirnar er hann var í Grikklandi ásamt kærustu sinni en var fljótur að pakka í töskur og skella sér til Þýskalands.
Faðir leikmannsins, Edwar Maatsen, fékk að heyra fréttirnar ansi seint en hann keyrði í sex tíma til að afhenta leikmanninum persónulega hluti.
Edward afhenti Maatsen sína uppáhalds skó og aðra hluti og mun fylgjast með gengi sonar sína á stórmótinu.
Edward þurfi að setja öll önnur verkefni á biðlista eftir að hann heyrði af þessum fréttum en sonurinn hafði einfaldlega ekki tíma í að fara heim og þurfti að fara beint á mótið.