Það er enginn sem kemst nálægt Cristiano Ronaldo þegar kemur að launahæstu leikmönnum EM í Þýskalandi.
Ronaldo er langt yfir næsta mann í árslaunum en hann er leikmaður Al-Nassr í Sádi Arabíu.
Ronaldo fær tæplega 500 milljónir punda í árslaunen næsti maður á listanum er Kylian Mbappe sem samdi nýlega við Real Madrid og kemur þaðan frá Paris Saint-Germain.
Mbappe er sjálfur langt á undan þriðja sæti listans en þar er Harry Kane, leikmaður Bayern Munchen og enska landsliðsins.
Einn leikmaður í ensku úrvalsdeildinni kemst á topp fimm en það er Kevin de Bruyne hjá Manchester City.
Fjórða sætið er í eigu Robert Lewandowski sem spilar með Barcelona.
Cristiano Ronaldo – £471m
Kylian Mbappe – £141m
Harry Kane – £72m
Robert Lewandowski – £67m
Kevin De Bruyne – £56m