Bæði Írland og Skotland gætu treyst á miðjumanninn Conor Gallagher í dag hefðu þær ágætu þjóðir séð gæði leikmannsins á yngri árum.
Gallagher er landsliðsmaður Englands í dag en hann er einnig á mála hjá Chelsea og ber fyrirliðabandið.
Gallagher ætlaði sér að spila fyrir Skotland um tíma en var tjáð að hann væri einfaldlega ekki nógu góður fyrir unglingaliðin þar í landi.
,,Pabbi minn var írskur og mamma mín var frá Skotlandi,“ sagði Gallagher í samtali við fjölmiðla.
,,Þegar ég var 15 eða 16 þá var ég ekki nógu góður til að spila fyrir Englnad svo ég ákvað að æfa með unglingaliði Skotlands og sjá hvernig það væri og ég var heldur ekki nógu góður fyrir þá.“
,,Ég náði að vinna mér sæti í enska liðinu að lokum og ég var nógu heppinn til að halda því sæti.“