fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Arnar hlustar ekki á neitt rugl – „Plís ekki fara að væla um það“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 14. júní 2024 19:30

Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari Íslands.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, er spenntur fyrir komandi vikum, þar sem hans lið keppir á öllum vígstöðvum. Hann segir engan tíma fyrir væl undan miklu leikjaálagi.

Arnar ræddi við 433.is í dag í kjölfar blaðamannafundar sem Valur hélt á Hlíðarenda fyrir leikinn gegn Víkingi á þriðjudag. Víkingur tryggði sig í gær í undanúrslit bikarsins og er þá á leið í undankeppni Meistaradeildar Evrópu fyrri hluta næsta mánaðar.

„Nú tekur við tímabil sem íþróttamaður þar sem þú ert bara að fara í einhverja veislu. Auðvitað er leikjaálag en plís ekki fara að væla um það þegar gulrótin er að komast í úrslitaleik, þegar gulrótin er að vinna deildina eða komast í 2. umferð í Meistaradeildinni. Slökum aðeins á í vælinu varðandi leikjaálag. Við erum bara ótrúlega stoltir og það eru forréttindi að vera í þessari stöðu. Við ætlum að njóta þess,“ sagði Arnar.

video
play-sharp-fill

Víkingur tryggði sig sem fyrr segir í undanúrslit bikarsins með sigri á Fylki í gær. Liðið hefur unnið bikarinn allar götur síðan 2019, en keppnin var blásin af vegna kórónuveirunnar 2020. Nú eru lærisveinar Arnars komnir þetta langt í keppninni enn eitt árið.

„Mér finnst eins og fólk sé ekki alveg að gera sér grein fyrir hvað þetta er mikið afrek. Maður heyrir umræðuna, stundum erum við heppnir með andstæðing og svoleiðis. Það getur vel verið að það sé rétt en í bikarkeppninni í öðrum löndum, þar er Bayern Munchen að tapa fyrir liði í 2. deild, United kemst rétt svo í gegnum Coventry. Hér eru Valur og Stjarnan að lenda í vandræðum með Þór og Keflavík. Blikar eru búnir að detta tvisvar úr keppni gegn Keflavík. Þú þarft að klára þessa leiki og það er ótrúlegt hverju við erum búnir að áorka. Ég einhvern veginn skynjaði það í gær að menn vilji ekki að ævintýrið endi,“ sagði Arnar.

Ítarlega var rætt við hann í dag og má sjá viðtalið í heild í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“

Fór um Frey er hann sá lærisvein sinn setjast í grasið – „Þá vissi ég strax að það væri eitthvað mikið að“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Strákarnir okkar standa í stað

Strákarnir okkar standa í stað
433Sport
Fyrir 2 dögum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 2 dögum

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið

Arne Slot segir að nú sé í lagi að dæma frammistöðu Isak – Undirbúningstímabili lokið
433Sport
Fyrir 2 dögum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 2 dögum

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða
Hide picture