Íþróttavikan kemur út í hverri viku á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og með þeim í setti í þetta skiptið var Hörður Snævar Jónsson.
Nú er um það bil ár síðan Age Hareide stýrði sínum fyrstu landsleikjum með Íslandi og var hans fyrsta ári í starfi aðeins til umræðu í þættinum.
„Þetta er bara allt í lagi ekki gott. Við sjáum klárlega framfarir. Við sáum í þessu umspili að þegar allir eru með hefur hann klárlega haft tak á þessu,“ sagði Hörður.
„Við erum í vandræðum varnarlega en hann er búinn að finna sér markmann. Það sem maður kannski kallar eftir er tveir góðir leikir í röð, að við förum að finna stöðugleika. Það er það sem vantar núna. Við höfum séð þakið, hver liðið getur farið.“
Hrafnkell tók til máls en hann sér bætingar undir stjórn Hareide.
„Munurinn á honum fyrst og svo núna er að hann byrjaði ofpeppaður í einhverjum svakalegum sóknarleik til að byrja með. Slóvakíu-leikurinn, við vorum meira með boltann og fengum endalaust af færum en svo fengum við bara aulamörk á okkur. Nún erum við aðeins búnir að falla til baka og þetta er svolítið öðruvísi. Hann er aðeins að læra á okkur líka.“
Umræðan um landsliðið í heild er í spilaranum.