fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Voru þessi mistök landsliðsþjálfara Englands ástæðan fyrir tapinu gegn Íslandi?

433
Sunnudaginn 16. júní 2024 07:00

Cole Palmer í baráttunni við Hákon Arnar Haraldsson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan kemur út í hverri viku á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og með þeim í setti í þetta skiptið var Hörður Snævar Jónsson.

video
play-sharp-fill

Íslenska karlalandsliðið var til umræðu í þættinum og auðvitað glæstur sigur á Englandi á dögunum í vináttulandsleik. Hörður segir að þó megi hrósa íslenska liðinu hafi enska liðið klárlega ekki komið í leikinn af fullum krafti.

„Ég ætla ekki að taka neitt af íslenska liðinu en maður sá það á fyrstu fimm mínútunum að enginn enskur leikmaður ætlaði að meiðast. Phil Foden hoppaði upp úr öllum tæklingum, fór ekki í neitt,“ sagði Hörður.

Hann spyr sig því hvers vegna Southgate tilkynnti ekki hóp sinn fyrir EM í Þýskalandi degi eftir leikinn við Ísland frekar en daginn áður.

„Ég skil ekki alveg Gareth Southgate að velja hópinn degi fyrir leik. Hefði einhverju breytt ef hann hefði tilkynnt hann á laugardegi, haldið öllum á tánum? Hvað áttu menn eins og Eze og Cole Palmer að sanna þarna? Öruggir inni. Þegar þú ert kominn með miðann inn á EM viltu kannski ekkert taka neina sénsa.“

Umræðan um landsliðið í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram

Orðaður við mörg félög en gefur sterklega í skyn að hann verði áfram
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina

Hundsar fyrirmælin og mætti þrátt fyrir að vera með lifrarbólgu B – Var skipað að halda sig heima næstu mánuðina
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“

Davíð Smári: „Ég er ótrúlega stoltur og á engin orð“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Dias framlengir samning sinn á Ethiad

Dias framlengir samning sinn á Ethiad
433Sport
Í gær

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum

Formaður og stjóri Palace í hár saman eftir að Eze var seldur – Guehi gæti farið á næstu dögum
433Sport
Í gær

United stelur lækni af Crystal Palace

United stelur lækni af Crystal Palace
433Sport
Í gær

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar

Líkur á að Nuno verði rekinn – Er óhress og Ange er nefndur til sögunnar
Hide picture