fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Voru þessi mistök landsliðsþjálfara Englands ástæðan fyrir tapinu gegn Íslandi?

433
Sunnudaginn 16. júní 2024 07:00

Cole Palmer í baráttunni við Hákon Arnar Haraldsson. Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttavikan kemur út í hverri viku á 433.is og í Sjónvarpi Símans. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum og með þeim í setti í þetta skiptið var Hörður Snævar Jónsson.

video
play-sharp-fill

Íslenska karlalandsliðið var til umræðu í þættinum og auðvitað glæstur sigur á Englandi á dögunum í vináttulandsleik. Hörður segir að þó megi hrósa íslenska liðinu hafi enska liðið klárlega ekki komið í leikinn af fullum krafti.

„Ég ætla ekki að taka neitt af íslenska liðinu en maður sá það á fyrstu fimm mínútunum að enginn enskur leikmaður ætlaði að meiðast. Phil Foden hoppaði upp úr öllum tæklingum, fór ekki í neitt,“ sagði Hörður.

Hann spyr sig því hvers vegna Southgate tilkynnti ekki hóp sinn fyrir EM í Þýskalandi degi eftir leikinn við Ísland frekar en daginn áður.

„Ég skil ekki alveg Gareth Southgate að velja hópinn degi fyrir leik. Hefði einhverju breytt ef hann hefði tilkynnt hann á laugardegi, haldið öllum á tánum? Hvað áttu menn eins og Eze og Cole Palmer að sanna þarna? Öruggir inni. Þegar þú ert kominn með miðann inn á EM viltu kannski ekkert taka neina sénsa.“

Umræðan um landsliðið í heild er í spilaranum.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“

Ræðir líðan íslensku leikmannanna á miðvikudag – „Við erum bara manneskjur með tilfinningar“
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“

Maðurinn sem hitti Diogo Jota síðast á lífi tjáir sig – „Ég hef lesið hluti á netinu sem eru tóm þvæla“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

David endar á Ítalíu

David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Í gær

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja

Flaggað í hálfa á Anfield – Stuðningsmenn mæta með blóm og syrgja
433Sport
Í gær

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern

Vill vera áfram og fá nýjan samning frekar en að fara til Bayern
Hide picture