Ander Herrera fyrrum miðjumaður Manchester United lenti í kröppum dansi þegar hann átti samskipti við stuðningsmann á Spáni.
Þannig hafði hinn 34 ára gamli Herrera lofað því að snúa aftur til Real Zaragoza í sumar.
Zaragoza hafði reynt að fá hann og Herrera hefur alltaf sagt að hann muni klára ferilinn hjá uppeldisfélaginu sínu.
Herrera var að verða samningslaus hjá Athletic Bilbao en ákvað að framlengja þar, eitthvað sem stuðningsmenn Zaragoza eru ósáttir með.
Einn þeirra hitti á Herrera og það endaði með eltingaleik sem má sjá hér að neðan.
„Hvernig Zaragozista ertu,“ sagði maðurinn og Herrera varð reiður.
🚨 ¡INTOLERABLE! Un individuo echa en cara a Ander Herrera su no fichaje por el Real Zaragoza y, cuando el jugador se lo reprocha, sale corriendo. 🤬
[📹 @MarkussssRZ]pic.twitter.com/3LqVptKydt
— Athletic Xtra (@AthleticXtra) June 13, 2024