Víkingur vann heldur þægilegan sigur á Fylki í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í kvöld.
Danijel Dejan Djuric sá til þess að heimamenn voru 2-0 yfir í hálfleik og eftir tæpan stundarfjórðung af seinni hálfleik skoraði Valdimar Þór Ingimundarson þriðja markið.
Fylkismenn minnkuðu muninn á 88. mínútu þegar Pálmi Rafn Arinbjörnsson, markvörður Víkings, gerði sjálfsmark.
Gestirnir hótuðu að hleypa lífi í leikinn í kjölfarið en komust ekki nær. Lokatölur 3-1 í Víkinni.
Þar með er ljóst hvaða lið leika til undanúrslita: Víkingur, KA, Valur og Stjarnan.