Manchester United hefur samið við Jarrad Branthwaite varnarmann Everton um kaup og kjör en viðræður félaganna halda áfram.
Enskir miðlar sem hægt er að taka mark á segja að Everton vilji 70 milljónir punda og viðræður séu í gangi.
Times segir að United sé búið að semja við Branthwaite um kaup og kjör en hann átti gott tímabil á liðnu tímabili.
Það stefnir í það að Branthwaite gangi í raðir United en félögin reyna að finna samkomulag á næstu dögum.
Branthwaite missti af sæti í EM hópi Englands en gæti nú fengið skrefið til United.
🚨 BREAKING: #mufc have agreed personal terms with Jarrad Branthwaite's representatives. A fee is still to be agreed. [@TimesSport] pic.twitter.com/XEq6rpBuXe
— The United Stand (@UnitedStandMUFC) June 13, 2024