Manchester United og Liverpool eru nú kominn af fullum krafti í baráttuna um Leny Yoro miðvörð Lille í Frakklandi.
Þessi 18 ára varnarmaður er eitt mesta efni fótboltaheimurinn hefur séð. The Athletic fjallar um málið.
Yoro átti frábært tímabil með Lille í vetur en Real Madrid hefur mikinn áhuga á að kaupa hann.
Real Madird er talið líklegasti áfangastaður Yoro en ensku liðin ætla að láta reyna.
Segir í frétt Athletic að svona efni hafi ekki komið upp um langt skeið og er Yoro líkt við Raphael Varane.
🚨 Liverpool + Man Utd actively pursuing deal to sign Leny Yoro from Lille. #LFC & #MUFC see Real Madrid as favourites but pushing hard for 18yo centre-back – viewed as unique market opportunity separate to other targets. #PSG keen too @TheAthleticFC #RMFC https://t.co/m9IJmkWMAG
— David Ornstein (@David_Ornstein) June 13, 2024