Arne Slot þjálfari Liverpool er að slaka vel á þessa dagana áður en átökin byrja á Anfield en hann tók við af Jurgen Klopp.
Slot sem er hollenskur gerði vel með Feyenoord áður en hann fékk boð um að taka við Liverpool.
Slot er staddur á Ibiza með eiginkonu sinni og dóttir þar sem þau hafa sést slaka vel á.
Ljóst er að Slot þarf fljótlega að fara bretta hendur fram úr ermum enda stór spor sem hann þarf að fylla í.
Liverpool gerir kröfur á árangur en Klopp var með liðið í fremstu röð í mörg ár.