Það stefnir allt í það að Trent Alexander-Arnold verði sem miðjumaður í byrjunarliði Englands gegn Serbíu á sunnudag.
Trent er hægri bakvörður og spilar þá stöðu hjá Liverpool en nú fer hann líklega á miðsvæðið.
Þetta telur Wayne Rooney að séu stórkostleg mistök hjá Gareth Southgate. „Southgate mun fara í Trent, hann er okkar hæfileikaríkasti maður á boltann,“ segir Rooney.
„Varnarlega er hann út um allt, hann getur ekki varist. Ég myndi ekki hafa hann nálægt miðsvæðinu.“
„Ég sé ekkert vandamál með hann sem bakvörð en hann kæmi ekki nálægt miðsvæðinu hjá mér.“
„Ég elska Trent með boltann, hann getur gert hluti sem fáir aðrir geta.“