Eins og oft áður eru allra augu á enska liðinu og margir hér á landi sem halda með þeim. Það er pressa á þeim að vinna mótið.
„Þeir eiga bara að vinna Serbíu og Slóveníu. Danir geta alveg strítt þeim í einum leik. Danir eru með marga fína leikmenn en ekki marga sem eru að spila á hæsta stigi. Þetta er lið fullt af millistjórnendum. Enska liðið á bara að vinna þennan riðil, punktur,“ sagði Hörður.
„Ég vel John Stones sem lykilmanninn af því hann þarf að binda hjartað saman. Svo tók ég Cole Palmer sem „gaman að fylgjast með“ eftir þetta tímabil hjá Chelsea. En mér fannst hann einn mesti vesalingurinn í þessum leik á móti okkur. Að horfa á hann, hann er svo lítill íþróttamaður í útliti.“
Í spilaranum er ítarlega rætt um riðilinn og öll liðin í honum.
Slóvenía
Lykilmaðurinn – Jan Oblak
Gaman að fylgjast með – Benjamin Sesko
Danmörk
Lykilmaðurinn – Simon Kjær
Gaman að fylgjast með – Rasmus Hojlund
Serbía
Lykilmaðurinn – Dušan Vlahović
Gaman að fylgjast með – Aleksandar Mitrović
England
Lykilmaðurinn – John Stones
Gaman að fylgjast með – Cole Palmer