fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
433Sport

Fabrizio Romano fjallar um Ísak Bergmann – Segir Þjóðverjana hafa virkjað klásúluna

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 13. júní 2024 10:10

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fortuna Dusseldorf hefur virkjað ákvæði í samningi Ísaks Bergmann Jóhannessonar hjá FC Kaupmannahöfn og er hann því að ganga í raðir félagsins.

Það er hinn virti Fabrizio Romano sem greinir frá þessu, en klásúlan hljóðar upp á 2 milljónir evra.

Ísak var á láni hjá Dusseldorf frá FCK á síðustu leiktíð. Þar heillaði hann og kom alls að níu mörkum í B-deildinni. Liðið var grátlega nálægt því að fara upp í efstu deild í gegnum umspilið en það tókst ekki og verður liðið í næstefstu deild áfram á næstu leiktíð.

Ísak tekur slaginn með liðinu þar, en samningur hans við Dusseldorf er til 2029.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“