Fortuna Dusseldorf hefur virkjað ákvæði í samningi Ísaks Bergmann Jóhannessonar hjá FC Kaupmannahöfn og er hann því að ganga í raðir félagsins.
Það er hinn virti Fabrizio Romano sem greinir frá þessu, en klásúlan hljóðar upp á 2 milljónir evra.
Ísak var á láni hjá Dusseldorf frá FCK á síðustu leiktíð. Þar heillaði hann og kom alls að níu mörkum í B-deildinni. Liðið var grátlega nálægt því að fara upp í efstu deild í gegnum umspilið en það tókst ekki og verður liðið í næstefstu deild áfram á næstu leiktíð.
Ísak tekur slaginn með liðinu þar, en samningur hans við Dusseldorf er til 2029.
🇮🇸 Understand Fortuna Düsseldorf have just triggered €2m buy option for Ísak Bergmann Jóhannesson from Copenhagen.
His contract will now be extended until June 2029. pic.twitter.com/z7QZR9Y1AT
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 13, 2024