Piers Morgan, hinum umdeilda fjölmiðlamanni, var skemmt yfir því að Manchester United skildi ákveða að halda tryggð við Erik ten Hag, stjóra liðsins.
Það var staðfest í fyrrakvöld að Ten Hag yrði áfram, en mikil óvissa hafði verið um framtíð hans eftir slæmt gengi á síðustu leiktíð.
Aðrir stjórar voru hleraðir en nú er ljóst að Ten Hag verður áfram með United og fer þar með inn í sitt þriðja tímabil á Old Trafford.
Morgan, sem er harður stuðningsmaður Arsenal, hefur vægast sagt ekki miklar mætur á Ten Hag og er því himinnlifandi að hann verði áfram stjóri United.
„Frábært,“ skrifaði hann og lét nokkur tjákn (e. emoji) fylgja sem segja meira en þúsund orð.
🤣🤣🤣Brilliant! 👏👏👏 https://t.co/MUlLSQHKhh
— Piers Morgan (@piersmorgan) June 11, 2024