62 ára gamall skemmtistaðaeigandi var kýldur til jarðar á Ibiza aðfaranótt miðvikudags. Myndband af þessu hefur farið eins og eldur í sinu, en maðurinn er Wayne Lineker, bróðir fyrrum landsliðsmannsins og sjónvarpsstjörnunnar Gary Lineker.
Enskir miðlar segja að Wayne hafi orðið fyrir árásinni eftir orðaskipti við nokkurra manna hóp. Eiga þeir að hafa verið óviðeigandi við konu sem Wayne þekkti og er á þrítugsaldri.
Var hann fremur illa haldinn eftir höggið, var blóðugur og steinlá í sex mínútur. Lögregla mætti á svæðið en á endanum yfirgaf Wayne svæðið í leigubíl.
Wayne er þekktur í skemmtanabransanum á Ibiza og fleiri spænskum eyjum, þar sem hann á fjölda skemmtistaða.
WAYNE LINEKER KNOCKED SPARK OUT IN IBIZA LAST NIGHT!!🚨 pic.twitter.com/xIb9pPwZKb
— Dave Rodgers (@Dave_Rodgers1) June 12, 2024