fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
433Sport

Segir frá kjaftasögu sem gengur úr Vesturbænum – Áhugaverð ástæða þess að Óskar Hrafn tekur ekki við liðinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 12. júní 2024 19:30

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson var í upphafi vikunnar ráðinn í ráðgjafahlutverk hjá KR. Hann hafði verið orðaður við þjálfarastarfið hjá meistaraflokki karla en ljóst er að ekki verður af því í bili. Þetta var til umræðu í Íþróttavikunni hér á 433.is.

„Þetta er gert svolítið bratt. Þarna er KR að tryggja hann inn í klúbbinn sinn, koma honum einhvern veginn inn. Ef þeir ákveða einhvern tímann að fara í þjálfarabreytingar væri auðveldara að koma honum í það núna heldur en ef hann væri búinn að vera úti í viðræðum við önnur lið eða eitthvað,“ sagði Hörður Snævar Jónsson í þættinum.

Hann segir ljóst að Óskar sé mikill fengur fyrir KR.

„Þarna er klárlega einn mesti fótboltaheili á Íslandi. Ég held það séu fáir sem eyða jafnmiklum tíma í að stúdera allt. Hann er að skoða lið úti um alla Evrópu, fylgjast með leikstílum, breytingum, öllu. Þetta er klárlega eitthvað sem KR getur nýtt sér.“

video
play-sharp-fill

Hrafnkell Freyr Ágústsson var í setti að vanda en hann telur ekki að einbeiting Óskars fari á meistaraflokk alveg til að byrja með.

„Ég held hann muni byrja að rífa upp unglingastarfið því það hefur ekki verið nógu gott undanfarin ár. Hvort hann taki við (sem þjálfari), ef hann gerir það verður það held í í fyrsta falli næsta vetur. Hann þarf að fá undirbúningstímabil og plön um hvenær kemur gervigras þarna og þess háttar.“

Hörður sagði svo frá kjaftasögu sem hann hafði heyrt um ástæður þess að Óskar tæki ekki við sem þjálfari meistaraflokks.

„Ég hitti góðan KR-ing úti á golfvelli. Hann vildi meina að stærsta ástæða þess að Óskar er ekki að hoppa á nein þjálfarastörf er sú að hann er enn á launum í Noregi. Ef hann væri að taka við starfi núna væru þetta á bilinu 20-25 milljónir sem Norðmennirnir þyrftu ekki að borga honum,“ sagði hann, en Óskar var þjálfari Haugesund í Noregi um stutt skeið þar til í vor.

Meðlimir þáttarins voru sammála um að Óskar þyrfti að fá undirbúningstímabil með KR fremur en að koma inn á miðju tímabili.

„Hann er meiri „project“ þjálfari. Hann býr eitthvað til sem er hægt að vinna út frá. Við sjáum Blika í dag, þeir eru með sömu gildi og hann var með en svo kemur Dóri inn með áherslubreytingar,“ sagði Hörður.

En hefur þetta áhrif á Gregg Ryder, þjálfara karlaliðs KR?

„Skugginn af Óskari var yfir og hann stækkar bara með þessu. Hann er kominn inn í félagið. Tapist næsti leikur munu stuðningsmenn kalla eftir því að honum verði komið í úlpu og út á völl,“ sagði Hörður.

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið

Rashford sagður hafa tekið ákvörðun – Á skjön við það sem hefur verið sagt undanfarið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda

Gætu átt yfir höfði sér dóm fyrir að dreifa kynferðislegu efni af stúlku undir lögaldri – Mjög þekkt nafn á meðal meintra gerenda
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri

Enskt stórlið á meðal þeirra sem fylgdust með Ronaldo yngri
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við

Segja samkomulag í höfn um verðmiða á Gyokeres – Mun lægri en flestir bjuggust við
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki

Börsungar til í að losa átta – Voru áður í lykilhlutverki
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

United búið að opna samtal

United búið að opna samtal
433Sport
Í gær

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega

Hótelverð hækkaði um 900 prósent á einni nóttu og barir ætla að hækka verðið hressilega
433Sport
Í gær

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir

Dramað að taka enda – Vardy ætlar að borga Rooney 200 milljónir
Hide picture