Það að Erik ten Hag stjóri Manchester United verði áfram í starfi eru vond tíðindi fyrir nokkra leikmenn félagsins sem sá hollenski er mjög hrifin.
Fyrsti maðurinn sem veit að hann á enga framtíð hjá United er Jadon Sancho sem vill ekki spila fyrir Ten Hag og stjórinn vill ekki nota hann.
Bent er á að Ten Hag er til í að selja Aaron Wan-Bissaka en hægri bakvörðurinn er ekki nógu góður fram á við að mati stjórans.
Christian Eriksen var í mjög litlu hlutverki á síðustu leiktíð og gæti farið einnig gæti Harry Maguire farið. Ten Hag hefur viljað selja hann síðustu ár og nú vill hann fá inn nýjan miðvörð til að búa til teymi með Lisandro Martinez.
Ef Maguire fer ekki er talið Victor Lindelöf geti farið en hann var í aukahlutverki á liðnu tímabili.