RB Leipzig hefur staðfest að Benjamin Sesko hafi skrifað undir nýjan samning.
Þessi 21 árs gamli framherji hefur verið afar eftirsóttur og sterklega orðaður við Arsenal og Manchester United. Nú hefur hann hins vegar skrifað undir til 2029 og framlengir þar með samning hans frá því í fyrra um eitt ár.
Það má þó gera ráð fyrir að Sesko, sem hefur farið á kostum með Leipzig, gæti farið á næsta ári ef spennandi tilboð býðst. Þá verður hann enn tilbúnari til að spila fyrir bestu lið Evrópu.
Sesko fær verulega launahækkun hjá Leipzig og sett verður ný klásúla í samning hans.
#AirSesko isn't done yet! pic.twitter.com/7iYqMYNQcN
— RB Leipzig English (@RBLeipzig_EN) June 12, 2024